Leita í fréttum mbl.is

Sanngirni eða tillitsleysi?

Ég held að Feministafélag Íslands gerir rétt að gagnrýna ríkissaksóknara, hann er í ábyrgðarmiklu starfi og þarf að sýna hlutleysi og sanngirni og allt sem hann lætur út úr sér er hægt að túlka á ýmsa vegu. Feministafélagið hefur mikla reynslu af að tala við þolendur nauðgana og kynbundins ofbeldis og því ætti að hlusta á það og taka mið af þeirri reynslu. En eins og félagið sjálft nefnir í þessari yfirlýsingu að þá þarf líka að taka mið af þeim sem gætu verið saklausir. Svona mál eru líklega þau erfiðustu sem réttarkerfið þarf að kljást við vegna skorts á sönnunargögnum en oft er þetta orð gegn orði. Ríkissaksóknari má ekki gera ráð fyrir að annar aðilinn, þolandi eða gerandi ljúgi oftar eða meira þegar orð stendur gegn orði, þó svo það séu rök fyrir því að þolendur segi frekar satt þar sem það er auðveldara að neita verknaði en að ásaka.

Orð ríkissaksóknara í viðtali DV eru illa valin, en að mínu mati gera þau hann ekki óhæfan í starfi, þar sem þetta er viðtal við dagblað en ekki yfirlýst stefna eða ummæli föst við ákveðin mál sem hann hefur haft undir höndum.

Ályktun Feministafélag Íslands er byggð á veikum grunni og finnst manni tilfinningahiti ráða þar för, ef félagið telur Valtý Sigurðsson óhæfan sem Ríkissaksóknara þarf það að koma með eitthvað meira en þessi ummæli.


mbl.is Femínistar telja ríkissaksóknara óhæfan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Í fyrsta lagi er enginn sem tekur Femínistafélagið  alvarlega. Í öðru lagi er Valtýr ágætur og vel starfi sínu vaxinn. Það er ekki að ástæðulausu að hann sagði það sem hann sagði. Í fyrra var kona syknuð af því að ljúga vísvitandi nauðgun upp á fjóra menn. Það segir meira en allt annað um þetta fatlaða dómskerfi hér á landi.

Vendetta, 4.10.2010 kl. 14:13

2 Smámynd: Halldór Benediktsson

Það er frekar sorglegt að þetta félag hefur svona orðspor að fólk tekur það ekki alvarlega. En ef það heldur áfram að senda frá sér svona ályktanir þá er það ekki skrítið.

Munurinn er líklega sá að Stígamót og Neyðarmóttaka vegna nauðgana heyrir bara aðra hliðina en ríkissaksóknari heyrir báðar. Feministafélagið fellur í sömu gryfju og Stígamót og Neyðarmóttakan.

Halldór Benediktsson, 4.10.2010 kl. 14:30

3 identicon

Mér finnst þetta undarleg staðhæfing hjá þér Halldór, að Stígamót heyri bara aðra hliðina en saksóknari báðar. Mundir þú hlusta á hlið ofbeldismanns sem berði þig niðri í bæ? Ætti saksóknari að hlusta á "hlið hans"? Ofbeldið er jafn gróft og hefur jafn víðtæk áhrif á fórnarlamb nauðgunar hvort sem nauðgarinn á sér einhverjar "málsbætur" eða ekki.

Margrét Birna Björnsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 14:52

4 Smámynd: Halldór Benediktsson

Margrét, þú virðist falla í sömu gryfju og Stígamót og gera ráð fyrir sekt einhvers vegna ásakana um ofbeldi eða nauðgun. En það er það sem ég var að tala um. Þegar maður heyrir bara aðra hliðina og opnar arma sína og vill vera góður að þá er svo auðvelt að gleyma því að þetta er ekki svona einfalt. Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum. En það er ekki það sama og að gera ráð fyrir að þetta séu lygar hjá þeim sem ásakar. Stígamót eru samtök sem eru bara fyrir aðra hliðina, það er hlið þolandans eða meintan þolanda á lögfræðimáli, sem er jákvætt að mörgu leiti og ég styð þeirra starf, en það er tilhneiging hjá svona starfsemi að gleyma því að stundum eru hlutirnir flóknari en þeir virðast. Lögfræðingar og ríkissaksóknarar verða að taka öllu jöfnu og með fullkomnu hlutleysi, en svo virðist sem þetta hlutleysi fari mjög í taugarnar á sumum sem er sorglegt því að það er þetta hlutleysi sem er grundvöllur að réttlæti, svo að hægt sé að finna út hver er sekur og hver saklaus án fordóma eða hlutdrægni.

Halldór Benediktsson, 4.10.2010 kl. 15:10

5 identicon

Takk fyrir þetta, ég sé betur núna hvað þú átt við.

Margrét Birna Björnsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Benediktsson
Halldór Benediktsson
Húmanisti og meðalmaður. www.sidmennt.is
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband