Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Of feitur - offita / overweight - obesity

Það er mjög ruglandi þegar svona fréttir fara um netheima og hver þýðir og apar upp eftir öðrum án þess að skilja það sjálfur.

BBC fréttin ruglar ekki saman "overweight og obese" en MBL fréttin gerir það, en það er sagt í MBL fréttinni "Liðlega helmingur Evrópumanna er nú of feitur eða þjáist bókstaflega af offitu" sem er rétt. En síðan er sagt seinna "Bretar standa verst að vígi, þar í landi eru 24,5% íbúanna of feitir" sem á að vera offita.

Það gefur auga leið að helmingur evrópubúa geta ekki verið of feitir ef 25% eru of feitir hjá "verstu" þjóðinni.

Samanlagt eru þeir sem eru í offitu-flokknum og í of feitur-flokknum um 50% af öllum í evrópu, en þegar prósenturnar eru nefndar er bara verið að tala um offitu-flokkinn.

 

Annars er þessi mælikvarði byggður á BMI eða Body Mass Index sem var fundinn upp á 19. öld og er afskaplega lélegur til samanburðar á milli hópa, en er fínn ef á að bera saman sama hóp á mismunandi tíma. Þetta er vegna þess að ef þú ert stórgerður eða massaður að þá flokkastu sem of feitur eða með offitu. Líkamsgerðir milli landa geta verið mjög mismunandi og því ekki rétt að nota þennan mælikvarða til samanburðar.


mbl.is Fjórða feitasta Evrópuþjóðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Halldór Benediktsson
Halldór Benediktsson
Húmanisti og meðalmaður. www.sidmennt.is
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband