Leita í fréttum mbl.is

Bleika slaufan

Afhverju þarf maður að fá einhverja slaufu við það að styrkja Krabbameinsfélagið?

Er ekki nóg að vita að maður hafi gert eitthvað gott?

Ef slaufan merkti ekkert, myndi fólk samt vera með hana á sér?

Er slaufan kannski áminning til þeirra sem hafa ekki styrkt?

Þetta er þá einn allsherjar félagsþrýstingur eða hvað?

Er með betri félagsþrýstingum (hvernig beygi ég þetta orð?).

Afhverju eru skattar ekki í formi "frjálsra" framlaga vegna félagsþrýstings?

Myndi fólk þá ekki vera miklu ánægðara með þá?

Væri fjárlagafrumvarp þá ekki óþarft?

Myndi ríkiskirkjan ekki verða fjársvelt á einu ári með þannig kerfi?

Hvað erum við að bíða eftir?

 

Mana fólk til að svara öllum spurningunum ^_^


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Hæ, þú spyrð ekki smátt. :-)

Ég vil frekar spyrja - af hverju fær maður nýja slaufu hvert ár, sem kostar án efa heilmikið að útbúa?  Slaufan er táknræn um að maður hafi styrkt "eitthvað gott" en verður nú um leið tískutákn sem kitlar hégómann í okkur.  Já slaufan verður áminning til þeirra sem ekki bera slaufu.  Já félagsþrýstingur og já - með þeim betri hérlendis.  Ég skil ekki af hverju þú blandar sköttum inn í þessi slaufumál til styrktar KÍ.  Skattar eru ekki val líkt og frjáls framlög til félaga líkt og KÍ.  Innheimta félagsgjalda hjá kirkjum á auðvitað ekki heima gegnum ríkið og ég býst við því að raunverulegur áhugi á því að greiða til ríkiskirkjunnar yrði dræmur ef að fólk fengi val um að greiða til hennar eða halda peningunum sjálft. - Kveðja Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 9.10.2010 kl. 01:15

2 Smámynd: Halldór Benediktsson

Sæll Svanur og takk fyrir innlitið.

Já þessi "hugsanalest" er frekar sérkennileg hjá mér :) en eru svona pælingar sem ég hef haft.

Það er rétt hjá þér að fólk ætti að sækja gömlu slaufuna og setja í barminn og svo gefa Krabbameinsfélaginu aukretis, þannig sparast án efa hellingur.

Halldór Benediktsson, 9.10.2010 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Benediktsson
Halldór Benediktsson
Húmanisti og meðalmaður. www.sidmennt.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband