24.2.2011 | 22:13
EUMS
Það er hvergi minnst á íslenskan her í þessari könnun og því getur vel verið að það sé verið að meina EUMS eða evrópubandalagsherinn.
Fyndið hvað sumir eru viljugir til að misskilja og mistúlka til að láta ESB líta illa út...
26% treysta íslenska hernum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.12.2010 | 15:33
Of feitur - offita / overweight - obesity
Það er mjög ruglandi þegar svona fréttir fara um netheima og hver þýðir og apar upp eftir öðrum án þess að skilja það sjálfur.
BBC fréttin ruglar ekki saman "overweight og obese" en MBL fréttin gerir það, en það er sagt í MBL fréttinni "Liðlega helmingur Evrópumanna er nú of feitur eða þjáist bókstaflega af offitu" sem er rétt. En síðan er sagt seinna "Bretar standa verst að vígi, þar í landi eru 24,5% íbúanna of feitir" sem á að vera offita.
Það gefur auga leið að helmingur evrópubúa geta ekki verið of feitir ef 25% eru of feitir hjá "verstu" þjóðinni.
Samanlagt eru þeir sem eru í offitu-flokknum og í of feitur-flokknum um 50% af öllum í evrópu, en þegar prósenturnar eru nefndar er bara verið að tala um offitu-flokkinn.
Annars er þessi mælikvarði byggður á BMI eða Body Mass Index sem var fundinn upp á 19. öld og er afskaplega lélegur til samanburðar á milli hópa, en er fínn ef á að bera saman sama hóp á mismunandi tíma. Þetta er vegna þess að ef þú ert stórgerður eða massaður að þá flokkastu sem of feitur eða með offitu. Líkamsgerðir milli landa geta verið mjög mismunandi og því ekki rétt að nota þennan mælikvarða til samanburðar.
Fjórða feitasta Evrópuþjóðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2010 | 17:07
Skemmtilegt
Finnst það mjög jákvætt að sýndur er samhugur til að sporna við óréttlæti. Að því sögðu...
Sum kröfuspjöld eru fáránleg:
"Hættið að nauðga"
"Fleiri dómara í háum hælum"
"Er nauðgun ekki ofbeldi?"
Líður eins og það sé verið að gera grín frekar en eitthvað annað.
Mörg kröfuspjöld voru allt í lagi, en áherslan var ekki rétt. T.d. "Afnemið launamuninn" á að vera "Afnemum launamuninn", það sem er verið að segja með þessari upphaflegu kröfu er að konur hafa ekki valdið til að afnema launamun og að mótmælandinn sé á einhvern hátt fyrir utan allt kerfið.
Hvað finnst ykkur?
Um 50.000 í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.10.2010 | 11:39
Í alvöru?!
Nú gæti verið að þessi frétt segi ekki allt en samkvæmt þessu er þetta ótrúlega mikil vitleysa, hljómar næstum eins og grín. Mér þætti áhugavert að vita hvaða ferli og efni það eru sem valda krabbameini í munni eða hálsi en ekki í leggöngum eða á typpum. Eru kynfærin svona "óhrein" að það má ekki nota þau nema þegar fólk er gift? Ef þau eru notuð óhóflega þá munu þau skemma út frá sér og valda krabbameini þar sem þau snerta!...úúúú verið hrædd verið virkilega hrædd!
Hvað með munntóbak og neftóbak? Hvað með tyggjó? Hvað með óhóflegar skyrpingar? Hvað með unninn mat? Er ekkert af þessu sem gæti líka verið valdur að aukinni tíðni krabbameina í munni og hálsi?
Samkvæmt fréttinni hefur tíðni krabbameins í hálsi aukist 50% hjá breskum karlmönnum en aðeins 3% hjá konum. Eigum við þá að trúa því að breskir karlmenn eru duglegri að fara niður á konur en konur niður á þá? Eða eru píkur eitthvað sérstaklega eitraðar?
Það sem getur valdið krabbameini í leghálsi, endaþarmi, leggöngum, lim, munni eða hálsi er HPV eða Human Papillomavirus. Það er mjög áhugavert rannsóknarefni og líka smitleiðir vírusins en munnmök er ein af mörgum smitleiðum.
Tengsl munnmaka og krabbameins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
15.10.2010 | 23:48
Lögleiðing
Það þarf að fara lögleiða kannabis sem fyrst, þetta er það sem fólk vill, þetta er eins skaðlítið og hugbreytandi efni geta orðið, minna ánetjandi en nikótín og hefur frábær áhrif fyrir þá sem þjást af krónískum verkjum, eru í geislameðferð vegna krabbameins, eru með AIDS og margt fleira.
Leyfa þessum ungu mönnum að rækta þetta á löglegan hátt, þeir borga skatt, ríkið leggur 500% á efnið og selur á milli 11:30 og 12:30 á miðvikudögum í Perlunni. Röðin mun ná niður að Háskóla Íslands og kannski er hægt að sleppa eitthvað af þessum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu. Svo ég tala nú ekki um laun lögmanna, lögreglu, fangavarða og uppihalds í fangelsi.
Bann við kannabis er skaðlegra en efnið sjálft.
Í 20 mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.10.2010 | 10:51
Svar til Guðjóns Braga
Þar sem þú leyfir ekki athugasemdir við bloggið þitt verð ég að svara þér á mínu eigin.
"Í biblíunni stendur að konu beri að hrópa á hjálp af lífs og sálar kröftum ef tilraun er gerð til að nauðga henni, annars sé hún jafnsek og gerandinn."
Þessi setning er hreinn viðbjóður og verð ég að taka undir það sem femínistar segja ef það er virkilega til fólk sem trúir þessu. Skammastu þín!
Ég ætlaði að taka fleiri setningar úr bloggi þínu en þar sem þær eru svo mikil endemis vitleysa að þá er lítið gagn í því að fara málefnalega í þær. Vil bara segja að ég vona að enginn hafi sömu skoðun og þú.
Skoðar meðferð kynferðisbrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.10.2010 | 10:12
Bleika slaufan
Afhverju þarf maður að fá einhverja slaufu við það að styrkja Krabbameinsfélagið?
Er ekki nóg að vita að maður hafi gert eitthvað gott?
Ef slaufan merkti ekkert, myndi fólk samt vera með hana á sér?
Er slaufan kannski áminning til þeirra sem hafa ekki styrkt?
Þetta er þá einn allsherjar félagsþrýstingur eða hvað?
Er með betri félagsþrýstingum (hvernig beygi ég þetta orð?).
Afhverju eru skattar ekki í formi "frjálsra" framlaga vegna félagsþrýstings?
Myndi fólk þá ekki vera miklu ánægðara með þá?
Væri fjárlagafrumvarp þá ekki óþarft?
Myndi ríkiskirkjan ekki verða fjársvelt á einu ári með þannig kerfi?
Hvað erum við að bíða eftir?
Mana fólk til að svara öllum spurningunum ^_^
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.10.2010 | 16:10
Viðtengingarháttur eða framsöguháttur?
Nú er ég ekki mjög sleipur í íslenskufræðum en á þetta ekki að vera "Hrafn réðst á barn" en ekki "réðist" sem er viðtengingarháttur og notast oftast með "þótt". Dæmi: "Hundur fór í bíó" en ekki "Hundur færi í bíó", fyrri setningin er með sögnina í framsöguhætti en seinni setningin er með sögnina í viðtengingarhætti.
Gaman að pæla í þessu á meðan maður drekkur kaffið sitt :)
Hrafn réðist á barn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.10.2010 | 14:04
Sanngirni eða tillitsleysi?
Ég held að Feministafélag Íslands gerir rétt að gagnrýna ríkissaksóknara, hann er í ábyrgðarmiklu starfi og þarf að sýna hlutleysi og sanngirni og allt sem hann lætur út úr sér er hægt að túlka á ýmsa vegu. Feministafélagið hefur mikla reynslu af að tala við þolendur nauðgana og kynbundins ofbeldis og því ætti að hlusta á það og taka mið af þeirri reynslu. En eins og félagið sjálft nefnir í þessari yfirlýsingu að þá þarf líka að taka mið af þeim sem gætu verið saklausir. Svona mál eru líklega þau erfiðustu sem réttarkerfið þarf að kljást við vegna skorts á sönnunargögnum en oft er þetta orð gegn orði. Ríkissaksóknari má ekki gera ráð fyrir að annar aðilinn, þolandi eða gerandi ljúgi oftar eða meira þegar orð stendur gegn orði, þó svo það séu rök fyrir því að þolendur segi frekar satt þar sem það er auðveldara að neita verknaði en að ásaka.
Orð ríkissaksóknara í viðtali DV eru illa valin, en að mínu mati gera þau hann ekki óhæfan í starfi, þar sem þetta er viðtal við dagblað en ekki yfirlýst stefna eða ummæli föst við ákveðin mál sem hann hefur haft undir höndum.
Ályktun Feministafélag Íslands er byggð á veikum grunni og finnst manni tilfinningahiti ráða þar för, ef félagið telur Valtý Sigurðsson óhæfan sem Ríkissaksóknara þarf það að koma með eitthvað meira en þessi ummæli.
Femínistar telja ríkissaksóknara óhæfan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eldri færslur
Af mbl.is
Viðskipti
- Þarf fólk að kaupa sér hraðbanka?
- Ellert nýr fjármálastjóri Merkjaklappar
- Adani ákærður fyrir mútur og svik
- Félagsbústaðir tapa án matsbreytinga
- Dana tekur yfir markaðsmál Lauf Cycles
- Kerecis-hjón fjárfesta í leiguflugi
- Vextir lækki um 175-200 punkta
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE