6.10.2010 | 16:10
Viðtengingarháttur eða framsöguháttur?
Nú er ég ekki mjög sleipur í íslenskufræðum en á þetta ekki að vera "Hrafn réðst á barn" en ekki "réðist" sem er viðtengingarháttur og notast oftast með "þótt". Dæmi: "Hundur fór í bíó" en ekki "Hundur færi í bíó", fyrri setningin er með sögnina í framsöguhætti en seinni setningin er með sögnina í viðtengingarhætti.
Gaman að pæla í þessu á meðan maður drekkur kaffið sitt :)
Hrafn réðist á barn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvorutveggja (réði(st) og réð(st)) eru viðurkenndar þátíðarmyndir af sögninni að ráða(st). Síðan áttu örugglega við viðtengingarhátt ;-)
Hlýjar kveðjur.
Thomas (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 19:17
Ég veit þær eru viðurkenndar en það er spurning hvort er meira viðeigandi.
Gamla lesblindan að stríða manni, gleymdi g-inu á sama stað allstaðar í orðinu viðtengingarhátt sbr. viðtenginarhátt lol
Halldór Benediktsson, 6.10.2010 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.