15.10.2010 | 23:48
Lögleiðing
Það þarf að fara lögleiða kannabis sem fyrst, þetta er það sem fólk vill, þetta er eins skaðlítið og hugbreytandi efni geta orðið, minna ánetjandi en nikótín og hefur frábær áhrif fyrir þá sem þjást af krónískum verkjum, eru í geislameðferð vegna krabbameins, eru með AIDS og margt fleira.
Leyfa þessum ungu mönnum að rækta þetta á löglegan hátt, þeir borga skatt, ríkið leggur 500% á efnið og selur á milli 11:30 og 12:30 á miðvikudögum í Perlunni. Röðin mun ná niður að Háskóla Íslands og kannski er hægt að sleppa eitthvað af þessum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu. Svo ég tala nú ekki um laun lögmanna, lögreglu, fangavarða og uppihalds í fangelsi.
Bann við kannabis er skaðlegra en efnið sjálft.
![]() |
Í 20 mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
Af mbl.is
Íþróttir
- Missir af næstu 10 leikjum
- Stjarnan FH kl. 18, bein lýsing
- Ætlast til mikils af Alberti
- Bærinn búinn að bíða lengi eftir þessu
- KA áfram í Evrópukeppninni
- Sigurvin áfram með Þrótt
- Arnar: Hvenær gerðist það síðast?
- Hólmfríður vann silfur og brons
- Súrt að skilja hann eftir
- Arnar hreinskilinn í máli Jóhanns Bergs
- Liverpool-goðsögnin gjaldþrota
- Myndskeið: Akureyringar að gera góða hluti
- Tvær breytingar á landsliðshópnum
- Uppselt á báða leiki Íslands
- Íslendingarnir skoruðu báðir
Athugasemdir
Ahhh, þá myndi ég bara halda áfram að rækta og selja það ólöglega, þ.a.l. myndi enginn kaupa það dýrum dómum af ríkinu.
Arngrímur Eiríksson (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 01:39
Já en þá væri lögregluáhlaup á ræktunina þína fullkomlega ásættanleg ;)
Halldór Benediktsson, 16.10.2010 kl. 13:08
Ég á við að það myndi ekkert minnka ólöglegu ræktunina, þar sem ég get boðið vöruna á 500% ódýrara verði. Það myndi enginn kaupa af ríkinu.
Arngrímur Eiríksson (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 13:19
Ég myndi frekar kaupa það löglega, þá er það undir eftirliti, gerðar prófanir vegna aukaefna og fleira. Er svo margt gott sem verður vegna lögleiðingar.
Halldór Benediktsson, 16.10.2010 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.