9.10.2010 | 10:51
Svar til Guðjóns Braga
Þar sem þú leyfir ekki athugasemdir við bloggið þitt verð ég að svara þér á mínu eigin.
"Í biblíunni stendur að konu beri að hrópa á hjálp af lífs og sálar kröftum ef tilraun er gerð til að nauðga henni, annars sé hún jafnsek og gerandinn."
Þessi setning er hreinn viðbjóður og verð ég að taka undir það sem femínistar segja ef það er virkilega til fólk sem trúir þessu. Skammastu þín!
Ég ætlaði að taka fleiri setningar úr bloggi þínu en þar sem þær eru svo mikil endemis vitleysa að þá er lítið gagn í því að fara málefnalega í þær. Vil bara segja að ég vona að enginn hafi sömu skoðun og þú.
Skoðar meðferð kynferðisbrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
..biblían segir líka að allir séu sekir, um eitthvað. Það er ekkert tekið fram hvað...biblía er bara skáldsaga og ótrúlegt að fólk skuli vitna í svona bók. "Máttur auglýsinganna er mikill".
Feminismi er létt, enn óþægileg truflun sem fólk með þann sjúkdóm ættu að sjá sóma sinn í að laga...
Óskar Arnórsson, 9.10.2010 kl. 12:12
Óskar: Femínismi er truflun öllum þeim sem hafa ekki áhuga á því að kynin séu jöfn, þrátt fyrir að vera ólík. Þú sjálfur virðist (af bloggfærslu þinni við þessa frétt að dæma) viðurkenna að valdaójafnvægi ríki á milli kvenna og karla, en ég átta mig illa á því af færslunni hvort þú sért sammála því að sporna þurfi gegn því valdaójafnvægi eða ekki.
Sértu sammála því ertu femínisti.
Arndís (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 15:57
Og hallar kannski bara á konur í samfélaginu? Hvað með alla þá feður sem fá ekki að hitta börnin sín sökum mannvonskulögum sem tryggja konum full yfirráð yfir börnunum "sínum". Stígamótapakkið sagði svo í umsögn um nýtt frumvarp sem á að bæta úr þessum málum að það væri óheillaspor að breyta lögunum og að nóg væri fyrir móður að segja það að maðurinn beitti hana ofbeldi þá ætti hann ekki að fá að umgangast börnin "sín". Femínismi hefur heldur ekkert með jafnrétti að gera heldur forréttindi kvenna.
Herbert (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 16:23
Arndís, skilgreining Silju Báru Ómarsdóttur, sem hún fær frá bókinni "Women, Power and Politics" eftir Anne Stevens, er að femínismi sé gagnrýnin samfélagshreyfing með það að markmiði að breyta samfélaginu, bæta stöðu og auka völd kvenna.
Þessi skilgreining hefur ekkert með valdaójafnvægi að gera, enda er femínismi í stórum dráttum ekki til að jafna kynin heldur til að auka völd kvenna. Að þessu leiti er femínisminn úreldur og í raun merkingarlaus, enda ef maður athugar hve margar skilgreiningar eru til á femínisma áttar maður sig á hve fáránlegt það er að kalla sig femínista án frekari útskýringa.
Það að femínistar í dag fari pólitískt réttu leiðina og tali um almennt kynjamisrétti (lesist valdaójafnvægi) er bara afbökun á upphaflegu takmarki femínismans.
Eftir lestur á wikipedia greininni um femínisma komst ég að því að ég er pró-sex einstaklingshyggju femínisti, sem er hörð andstæða við flesta femínista, en þannig verður orðið femínisti merkingarlaust.
Halldór Benediktsson, 9.10.2010 kl. 16:31
Herbert: Þess væri óskandi að valdaójafnvægið á milli kynjanna væri eina vandamálið í heiminum. Svo er vissulega ekki.
Arndís (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 16:33
Halldór: Skilgreiningin sem þú kveðst hafa eftir Silju Báru hefur allt með valdaójafnvægi að gera og mælir í engu gegn því sem ég sagði. Það gleður mig að jafnframt að þú skulir titla sjálfan þig femínista. Fólk mætti vera óhræddara við það.
Ég hlakka til þess dags þegar orðið femínismi og inntak þess verður orðið bæði úrelt og innantómt.
Arndís (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 16:45
Takk fyrir innlitið Arndís.
Það sem getur auðveldlega gerst er að völd kvenna, án frekari íhlutunar, verði langtum meiri en völd karla einmitt vegna stefnu femínista. Svona eins og seinkuð viðbrögð, vitundarvakning tekur tíma og það er það sem femínisminn hefur gert, áframhaldandi barátta er að mínu mati óþörf. Pot öðru hverju og áminning er það eina sem þarf héðan af.
Síðan má ekki gleyma tvíeggja sverðinu. Í framtíðinni verða margfalt fleiri konur vel menntaðar en karlar, sýnir sig bara á kynjaskiptingu í skólum. En það þýðir að það verða fleiri sem geta sinnt valdastöðum annaðhvort innan fyrirtækja eða í ríkisstjórn/sveitastjórn o.s.frv. Gamla valdastéttin sem var að megninu til karlar er að deyja út, hægt og rólega.
Halldór Benediktsson, 9.10.2010 kl. 17:20
Femäinismismi hefur þróast svipað og verkalýðsfélög í USA. Hugsunin var góð í byrjun og síðan þróaðuðust verkalýðsfélögin í að verða hálfgerðar mafíur.
Femínismin var hugsaður til að leyta réttar kvenna eftir aldalangan yfirgang karlsins. Nú er þetta komið í úr balans og feminismi virkar eins og talibanar og kvennréttindakonur hugsa ekki um jafnréttindi.
Þau hugsa um að auka sín eigin réttindi og eru því orðnar eins og karlarnir sem þær börðust við. Enn þetta þarfa þær að laga sjálfar.
Óskar Arnórsson, 9.10.2010 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.